Föstudaginn 25 október mun doktor Karen Carleton, prófessor við University of Maryland, halda kynningu.
 
Erindið verður á ensku, og fjallar um virkni og þróun opsin gena í fiskum. Opsin eru ljónæm prótín, og skipta eiginleikar þeirra miklu fyrir líf og vistfræði fiska. Dýpi, tími dags og eiginleikar vatnsins segja til um hvaða opsín séu best eða heppilegust fyrir hverja fiskitegund um sig. Titill erindisins er Using opsin genes to see through the eyes of a fish
 
Erindið verður á formi fjarfundar, en við getum horft á það í stofu N-129 í Öskju, milli kl. 12:30 og 13:30
 

 

Image